Brynja framlengir við Selfoss

brynja_valgeirsdottir281218gk
brynja_valgeirsdottir281218gk

Það var blásið til flugeldasýningar á Selfossvelli í dag þegar Brynja Valgeirsdóttir skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Brynja, sem er 25 ára gömul, hefur verið lykilmaður í liði Selfoss á undanförnum árum og var varafyrirliði liðsins á nýliðnu tímabili þar sem hún átti gott sumar í hjarta varnarinnar. Hún hefur leikið 97 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss, þar af 34 í efstu deild.

„Það gekk vel hjá okkur í sumar á fyrsta ári aftur í Pepsi og við stefnum á að gera betur. Ég trúi því að við getum gert góða hluti á næsta tímabili og klifið töfluna ennþá hærra. Við vorum óheppnar með markaskorun í sumar og það er verið að bæta úr því núna. Ef það gengur upp þá held ég að við séum í góðum málum,“ segir Brynja sem er ánægð með sitt félag.

„Já, ég er mjög ánægð með að hafa framlengt samninginn við Selfoss. Þetta er mitt lið, mitt uppeldisfélag, og ég vil hvergi annars staðar vera. Það er haldið vel utan um kvennaboltann hérna á Selfossi, bæði meistaraflokkinn og yngri flokkana þar sem margir spennandi leikmenn eru á leiðinni upp.“

 

 

 

Brynja Valgeirsdóttir og Einar Karl Þórhallsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna, handsala samninginn fyrir utan flugeldasölu knattspyrnudeildarinnar í félagsheimilinu Tíbrá. Ljósmynd/UMFS