Caity Heap í Selfoss

142489615_1860946924062230_9063540998123139615_n
142489615_1860946924062230_9063540998123139615_n

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska miðjumanninn Caity Heap um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.

Heap, sem er 26 ára gömul, er reynslumikill leikmaður. Hún var í sterku liði Texas Tech háskólans en eftir útskrift samdi hún við Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni og lék þar tímabilin 2016-2017. Eftir það hélt hún til Evrópu og lék eitt tímabil með Mallbackens í sænsku 1. deildinni áður en hún gekk til liðs við tékknesku meistarana í Sparta Prag.

„Caity er mjög spennandi leikmaður með mikla reynslu frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta er vel spilandi miðjumaður, sem er jafnvíg á hægri og vinstri fót. Hún á klárlega að geta bætt spilið hjá okkur til mikilla muna. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur hérna á Selfossi að fá hana til okkar,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.