Fjóla bætti met Unnar

Fjóla Signý HSK/Selfoss
Fjóla Signý HSK/Selfoss

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, bætti 31 árs gamalt héraðsmet í 300 metra hlaupi á FH-mótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Kaplakrika 14. ágúst.

Fjóla sigraði í hlaupinu á tímanum 41,03 sekúndur og bætti þar með HSK-met Unnar Stefánsdóttur sem hún setti þann 5. júní árið 1982. Fjóla sigraði einnig í 200 m hlaupi á 26,68 sek.

Thelma Björk Einarsdóttir, Umf. Selfoss, varð önnur í kringlukasti, kastaði 29,38 m og þriðja í sleggjukasti með kast upp á 32,30 m.

Greint er frá þessu á vef Sunnlenska.is.