Fjör á opinni handboltaæfingu

Oping æfing handbolti
Oping æfing handbolti

Það var fjör í Hleðsluhöllinni á föstudaginn þegar alls mættu 47 hressir krakkar á aldrinum 6-14 ára á opna æfingu hjá handknattleiksdeildinni. Þeir Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson stjórnuðu æfingunni og gáfu krökkunum góð ráð, þeim til aðstoðar voru Alexander Már Egna, Ísak Gústafsson og Jón Þórarinn Þorsteinsson.