Frjálsíþróttadeild óskar eftir þjálfara

Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss leitar að þjálfara til að þjálfa meistaraflokk deildarinnar, sem samanstendur af iðkendum 15 ára og eldri. Möguleiki er á þjálfun hluta æfinga og samstarf við aðra þjálfara. Margir möguleikar í boði. Einnig er í boði að taka þátt í undirbúningi að stofnun frjálsíþróttaakademíu við Fjölbrautaskóla Suðurlands og að veita henni forstöðu.

Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss er öflug deild með marga efnilega unglinga innan sinna raða. Úti er æft á glæsilegum nýjum frjálsíþróttavelli á Selfossi, búinn öllum áhöldum sem þarf á fullbúinn íþróttavöll. Innanhúss er æft í íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands, Iðu, sem stendur nálægt vellinum. Ákveðið hefur verið að setja á stofn Frjálsíþróttaakademíu við Fjölbrautaskóla Suðurlands sem tekur til starfa haustið 2013.

Frekari upplýsingar gefur Sigríður Anna Guðjónsdóttir, yfirþjálfari í síma 892-7052 og í netfanginu helgihar@simnet.is