Göngum í skólann

ISI_Gongum-i-skolann-HQ
ISI_Gongum-i-skolann-HQ

Verkefnið Göngum í skólann hófst, miðvikudaginn 10. september. Í ár tekur Ísland í áttunda skipti þátt í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann og fer skráning skóla mjög vel af stað. Enn geta skólar skráð sig til leiks með því að senda pósta á sigridur@isi.is. Ekkert kostar að skrá sig.

Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur og aðstandendur til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur umsjón með verkefninu en aðrir samstarfsaðilar eru: Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Sigríður Inga Viggósdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ með tölvupósti sigridur@isi.is eða í s. 868-8018.