Grýlupottahlaupinu lýkur á laugardag

Grýlupottahlaup 2017 - GKS
Grýlupottahlaup 2017 - GKS

Sem fyrr var mjög góð þátttaka var í fimmta Grýlupottahlaupi ársins 2017 sem fór fram á Selfossvelli laugardaginn 20. maí en alls hlupu 130 hlauparar á laugardag.

Úrslit úr fjórða hlaupi ársins má finna á vefsíðu Sunnlenska.is. Bestum tíma hjá stelpunum náði Ingibjörg Hugrún Jóhannesdóttir, 3:13 mín og hjá strákunum var það Hans Jörgen Ólafsson sem hljóp á 2:51 mín.

Sjötta og seinasta hlaup ársins sem fer fram nk. laugardag 27. maí. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir. Verðlaunahátíð fer fram í Tíbrá fimmtudaginn 1. júní kl. 18:00.

---

Að loknu góðu hlaupi er nauðsynlegt að slaka vel á.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl