Harpa, Jónína og Styrmir Dan tvöfaldir Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum

10509599_10204336471842039_483399620506085559_n
10509599_10204336471842039_483399620506085559_n

Helgina 26.-27. júlí fór fram á Selfossvelli,  MÍ unglinga í aldursflokkum 15-22 ára. Góður árangur náðist í mörgum greinum enda kjöraðstæður til keppni, þurrt, sól og heitt ásamt meðvindi í spretthlaupum og stökkum. HSK/Selfoss átti tíu keppendur á mótinu sem öll stóðu sig með miklum sóma. Afrakstur helgarinnar hjá hópnum var 7 gull, 6 silfur og 6 brons.

15 ára stúlkur: Hér áttum við tvo keppendur sem rökuðu til sín verðlaunum og bættu sig nánast í öllu sem þær kepptu í. Harpa Svansdóttir Selfossi stóð sig frábærlega en hún sigraði í kúluvarpi með 10,59 m og bætingu um 5 cm og í 300 m grindahlaupi á 52,26 sekúndum. Þá tók hún silfur, eftir hörkukeppni, í langstökki með 5,03 m og í þrístökki, þar sem hún bætti sig um 12 cm, og stökk 10,50 m. Harpa varð svo þriðja í kringlukasti með 28,11 m. Jónína Guðný Jóhannsdóttir Selfossi átti flott mót. Hún stórbætti sig í sleggjukasti  og kringlukasti og sigraði báðar greinarnar. Í sleggjunni kastaði hún 36,93 m og bætti eigið HSK met um rúma þrjá metra og er þetta sjöunda HSK metið sem hún setur í sumar. Í kringlunni bætti hún sig um rúmlega tvo metra með því að kasta 35,84 m. Þá tók hún silfur í kúlvarpi með 10,16 m sem er góð bæting.Uggs Black Friday.

15 ára piltar: Styrmir Dan Steinunnarson úr Þór í Þorlákshöfn keppti í mörgum greinum og stóð sig vel að vanda. Hann var yfirburðarmaður í sinni aðalgrein hástökki þar sem hann stökk 1,90 m og sigraði. Styrmir reyndi svo að bæta sitt eigið Íslandsmet með því að reyna við 1,96 m en felldi naumlega. Styrmir varð einnig Íslandsmeistari í langstökki með stökk upp á 5,93 m. Þá vann hann til þriggja bronsverðlauna, í 300 m grindahlaupi á 44,88 sekúndum, stangarstökki með 2,70 m og í spjótkasti er hann kastaði 44,62 m. Bjarki Óskarsson, félagi Styrmis úr Þór, vann svo bronsverðlaun í 800 m hlaupi á 2:53,12 mínútum.Uggs Black Friday Deals.

16-17 ára stúlkur: Andrea Vigdís Victorsdóttir Selfossi kastaði kringlunni vel á góðri bætingu og vann sig upp í þriðja sætið eftir hörkukeppni, kastaði 26,79 m.

16-17 ára piltar: Þorbergur Magnússon Þór Þorlákshöfn varð annar í sleggjukasti með 32,85 m.

18-19 ára stúlkur: Hér áttum við einn keppanda, Thelmu Björk Einarsdóttur Selfossi. Hún gat bara keppt í einni grein sökum meiðsla. En þessi eina grein var kringlukast sem hún sigraði með yfirburðum, bætti sig um tæplega tvo metra og kastaði 33,61 m.

20-22 ára stúlkur: Jóhanna Herdís Sævarsdóttir Laugdælum var fulltrúi HSK/Selfoss í elsta flokknum. Hún stóð sig með ágætum, keppti í þremur kastgreinum og vann silfur í þeim öllum. Í kúlvarpi með 9,98 m, spjótkasti með 33,58 m og kringlukasti með 25,97 m.Black Friday Ugg Boots.

óg

---

Harpa Svansdóttir með gullverðlaun sín á mótinu.
Fyrir neðan: Harpa, Jónína, Andrea og Thelma.
Myndir: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson og Gissur Jónsson

MÍ 15-22 Harpa, Jónína, Andrea og Thelma