Harpa og Styrmir Dan Íslandsmeistarar í fjölþrautum

Frjálsar - MÍ fjölþraut Ólafur Guðmundsson, Harpa Svansdóttir og Rúnar Hjálmarsson
Frjálsar - MÍ fjölþraut Ólafur Guðmundsson, Harpa Svansdóttir og Rúnar Hjálmarsson

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum á Selfossvelli í ágætu veðri. Góð þátttaka var og reyndu 30 keppendur með sér í fimmtar- og tugþraut í fjórum flokkum karla og fimmtar- og sjöþraut í þremur flokkum kvenna. Afrakstur helgarinnar hjá HSK/Selfoss var tvö gull og tvö brons.

Harpa Svansdóttir Selfoss, gerðir sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í sjöþraut stúlkna 16-17 ára með 4.182 stig. Greinarnar í sjöþrautinni voru eftirfarandi. Árangur innan sviga: 100 m grindahlaup (17,07 sek) – hástökk (1,41 m) – kúluvarp (11,37 m) – 200 m hlaup (27,74 sek) – langstökk (5,39 m, bæting) – spjótkast (27,73 m) – 800 m hlaup (2:29,64 mín, bæting).

Styrmir Dan Steinunnarson Þór Þorlákshöfn stóð sig mjög vel og uppskar Íslandsmeistaratitil í tugþraut í piltaflokki 16-17 ára með 5.965 stig. Greinarnar í tugþrautinni voru eftirfarandi. Árangurinn innan sviga: 100 m hlaup (11,76 sek) – langstökk (6,30 m) – kúluvarp (11,86 m) – hástökk (1,88 m) – 400 m hlaup (58,70 sek) – 110 m grindahlaup (15,70 sek) – kringlukast (39,64 m) – stangarstökk (3,00 m) – spjótkast (52,92 m) – 1500 m hlaup (5:20,25 mín).

Í fimmtarþraut í flokki 15 ára pilta og stúlkna átti HSK/Selfoss fimm keppendur sem allir stóðu sig með prýði, þrjá hjá piltum og tvo hjá stúlkum. Dagur Fannar Einarsson Selfoss tók bronsverðlaun hjá piltunum með 2.143 stig og það gerði líka Hildur Helga Einarsdóttir Selfoss hjá stúlkunum og fékk 3.760 stig aðeins tíu stigum minna en silfurhafinn. Kolbeinn Loftsson, Hákon Birkir Grétarsson og Emilía Sól Guðmundsdóttir Öfjörð öll í Selfoss, keppti einnig og stóðu sig vel.

óg

---

Fyrir ofan: Harpa ásamt þjálfurunum Ólafi Guðmundssyni og Rúnari Hjálmarssyni.
Fyrir neðan eru myndir frá mótinu m.a. þar sem Styrmir stekkur stöng.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson

Frjálsar - MÍ fjölþraut Styrmir Dan Íslandsmeistari Frjálsar - MÍ fjölþraut Styrmir Dan í stangarstökki Frjálsar - MÍ fjölþraut Harpa Íslandsmeistari Frjálsar - MÍ fjölþraut Dagur Fannar Einarsson Frjálsar - MÍ fjölþraut Hildur Helga Einarsdóttir