Haustmót í hópfimleikum

kke
kke

Nú í nóvember fór fram Haustmót í fimleikum. Haustmótinu var skipt á tvær helgar, en 16. - 17. nóvember fór fyrri hlutinn fram í Ásgarði í Garðabæ og seinni hluti mótsins fór fram 23. nóvember á Selfossi.

Á fyrri hluta mótsins kepptu 3. og 4. flokkur en þar átti Selfoss fimm lið. Tvö lið frá okkur kepptu í 3. flokki en þrjú lið í 4. flokki. Liðin áttu öll góðan keppnisdag, en mörg þeirra eiga mikið inni ennþá og verður því mjög spennandi að fylgjast með þeim í vetur. Á Haustmóti skipast liðin í deildir, sem keppt er eftir út keppnisárið. Úrslitin urðu eftirfarandi:

Selfoss 4. flokkur 3 lenti í 12. sæti af 23 liðum og keppir því í B-deildinni í vetur, en A-deild skipa 9 efstu liðin.
Selfoss 4. flokkur 2 lenti í 9. sæti af 23 liðum og keppir því í A-deildinni í vetur.
Selfoss 4. flokkur 1 lenti í 3. sæti af 23 liðum og skipaði sér sæti í A-deildinni.
4. fl 34. fl 2
4. flokkur 3, 4. flokkur 2 og 4. flokkur 1
 4. fl 1
Selfoss 3. flokkur 2 lenti í 12. sæti og verða í baráttu í B-deildinni í vetur.
Selfoss 3. flokkur 1 nældi sér í 3. sætið og keppir því í A-deildinni í vetur.
Frábær árangur hjá virkilega flottum og efnilegum fimleikastúlkum.

3. flokkur 2 og 3. flokkur 1

Á seinni hluta mótsins, sem fór fram á Selfossi, áttum við tvö lið í keppni. 2. flokkur keppti í 12 liða hluta, en liðið skilaði mjög hreinum og flottum æfingum en eiga talsvert inni af erfiðleika sem við fáum vonandi að sjá hjá þeim á næstu mótum. Þær lentu í 7. sæti af 12 liðum og keppa í A-deilinni. Eldra drengjaliðið okkar, KKe, tók einnig þátt á mótinu og gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu sinn flokk. Strákarnir eru lið í mikilli uppbyggingu og verður spennandi að fylgjast með þeim áfram.
Innilega til hamingju öll saman!

2. flokkur

2. flokkur og kke

Virkilega gott mót hjá Selfoss liðunum, við erum stolt af okkar iðkendum og þjálfurum - Áfram Selfoss!