4. flokkur 1 á Haustmóti
Helgina 22. - 23. nóvember héldum við Haustmót yngri flokka í hópfimleikum.
Við fengum til okkar 9 lið úr kky- flokknum, 3 úr kke og 39 lið úr 4. flokki, en alls voru 487 keppendur sem tóku þátt á mótinu sem fór fram í sal Vallaskóla.
Selfoss átti 5 lið á mótinu, kky og 4 lið í 4. flokki.
KKy voru fyrsta liðið sem keppti frá okkur, en því miður voru veikindi í liðinu og því voru þeir færri en reglur leyfa og fengu frádrátt af einkunn fyrir það. Engu að síður voru strákarnir flottir á þessu fyrsta móti vetrarins og skemmtu sér vel á mótinu.

4. flokks liðin okkar voru eins og áður sagði 4 talsins og áttu liðin góðan dag og nældu sér í dýrmæta reynslu. Í vetur voru talsverðar breytingar á keppnisreglum og liðin því að aðlagast nýjum reglum og prufa sig áfram með nýjar gólfæfingar. Ekki eru veitt verðlaun á haustmóti en liðin munu nú fá stigaviðmið frá Fimleikasambandi Íslands sem þau munu keppast um að ná eftir áramót, þar sem þau geta keppt til gulls, silfurs eða brons, eftir því hversu mörgum stigum þau ná.
Við erum svo sannarlega stolt af þessum flottu iðkendum okkar öllum og framtíðin er björt!
Við þökkum einnig samstarfsaðilum okkar og þeim fyrirtækjum sem hjálpuðu okkur við framkvæmd mótsins en samstarfsaðilar okkar eru Íslandsbanki, Hótel Geysir, HSH flutningar og þrif og Bílverk BÁ.
Þau fyrirtæki sem hjálpuðu okkur við framkvæmd mótsins eru Eimskip, Nettó, GK bakarí, MS og HP kökugerð.


4. flokkur 2 á haustmóti, græna liðið og bláa liðið.