Heiðdís og Hrafnhildur æfa með U19

ksi-merki
ksi-merki

Þær Heiðdís Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir, leikmenn Selfoss, æfa um helgina með úrtakshóp U19 kvenna.

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið hóp til æfinga 30. október – 1. nóvember. Að þessu sinni eru 28 leikmenn valdir og eru stelpurnar fæddar 1996-1998. Stelpurnar sem eru fæddar 1996 eru gengnar upp úr U19 en þar sem ekki eru reglulegar U23 æfingar þá eru þær valdar til að veita þeim verkefni.