Heimsókn á handboltaæfingu

Á sunnudaginn komu tveir gestir á handboltaæfingar og töluðu við krakkana. Voru það höfundar "Frá byrjanda til landsliðsmanns", þeir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson, sem mættu og kynntu kennsludiskinn sinn. Ræddu þeir einnig við krakkana um atriði tengd handboltanum auk þess að sýna sjálfir atriði af disknum sem vöktu mikla lukku hjá ungu kynslóðinni. Að lokum mættu þeir svo inn í klefa hjá 4. flokki fyrir leik þeirra gegn ÍBV.

Diskurinn er tilvalinn fyrir alla þá sem vilja bæta sig í handbolta en hann gefur krökkum tækifæri að læra nýja hluti og æfa þá sjálfir.