Fjóla með gull á vormóti HSK

Fjóla Signý HSK/Selfoss
Fjóla Signý HSK/Selfoss

Margir af sterkustu frjálsíþróttamönnum landsins voru saman komnir á Vormóti HSK sem fram fór á Selfossvelli síðasta laugardag í þurru en köldu veðri. Okkar fólk í Umf. Selfoss stóð sig vel á mótinu og náðu í eitt gull, tvö silfur og þrjú brons.

Fjóla Signý Hannesdóttir Umf. Selfossi sigraði í 100 m grindahlaupi kvenna á 15,36 sek og hún varð önnur í 400 m grindahlaupi á 63,53 sek.

Í kúluvarpi kvenna varð Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, önnur með 11,00 m kast og Eyrún Halla Haraldsdóttir, Selfossi, varð þriðja, kastaði 10,82 m. Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir úr Suðra keppti einnig í kúluvarpi og setti Íslandsmet í sínum flokki með því að kasta kúlunni 9,72 m.

Guðjón Baldur Ómarsson, Selfossi, varð þriðji í langstökki karla, stökk 5,25 m.

Sigþór Helgason, Selfossi, varð þriðji í spjótkasti karla, kastaði 58,93 m.

Til gamans má geta að Helgi Sveinsson úr Ármanni kastaði 52,69 m í spjótkasti á mótinu en kastið var aðeins sjö sentimetrum frá heimsmeti í hans fötlunarflokki. Við virðumst þess vegna þurfa að bíða aðeins lengur með það að sjá heimsmet slegið á Selfossvelli.

Öll úrslit mótsins má sjá á ÞÓR - Mótaforriti Frjálsíþróttasambands Íslands.

 

Einnig má sjá umfjöllun um mótið á vef Sunnlenska.is.