Andrea formaður fimleikadeildar Selfoss og Guðbjörg Svava frá Íslandsbanka við undirritunina, ásamt stúlkum í 5. flokki.
Það var mikið líf og fjör í salnum þegar Guðbjörg Svava frá Íslandsbanka á Selfossi kom og skrifaði undir samstarfssamning við deildina.
Íslandsbanki hefur verið okkar stærsti samstarfsaðili síðastliðin ár og er áframhaldandi stuðningur þeirra við deildina kærkominn og hjálpar okkur að sinna okkar starfi vel.
Samstarf okkar hefur verið farsælt og hlökkum við innilega til að halda því áfram.
Guðbjörg Svava og Andrea formaður stilltu sér upp með stúlkum úr 5. flokki sem voru á æfingu á þessum tíma og voru mikið til í mynd við tilefnið.
Kærar þakkir Íslandsbanki fyrir okkur!