Íslandsmeistaratitlar í stökkfimi

Fimleikar stökkmót
Fimleikar stökkmót

Íslandsmótið í stökkfimi sem er ný keppni hjá Fimleikasambandi Íslands fór fram síðast liðna helgi. Keppt var í dýnu- og trampólínstökkum. Mótið var haldið í fyrsta skipti í þessari mynd en áður var einnig keppt í dansi. Fimleikadeild Selfoss hefur ekki sent keppendur á þetta mót í nokkur ár en ákváðu í ár að gefa nokkrum iðkendum kost á þátttöku enda nýtt fyrirkomulag aðlaðandi. Má búast við að iðkendur frá deildininni fjölmenni á þetta mót á næsta ári.

Í flokki 11-12 ára stúlkna voru tveir keppendur frá Selfossi. Í A-flokknum sem er efsti styrkleikaflokkurinn voru 28 keppendur. Hekla Björt Birkisdóttir sigraði dýnuna með samtals 13,050 stig og hampaði íslandsmeistaratitli. Á trampólíni hafnaði hún í 4.sæti og í 2.sæti samanlagt í flokknum sem er mjög góður árangur. Natalía Rut Einarsdóttir keppti einnig í sama flokknum og sýndi flottar æfingar. Hún hafnaði í 9.sæti á trampólíni, 17.sæti á dýnu og 14.sæti samanlagt í þessum annars fjölmenna flokki. Vel gert hjá þessum efnilegu fimleikakonum.

Í flokki A 11-12 ára drengja áttu Selfyssingar líka tvo keppendur. Tryggvi Þórisson náði þar bestum árangri og hafnaði í 4.sæti á dýnu, trampólíni og í samanlögðum stigum með 23,875. Davíð Eldjárn Guðmundsson hafnaði í 5.sæti á dýnu, trampólíni og í samanlögðum stigum með 23,050. Mjög flott hjá þessum ungu og efnilegu drengjum.

Í flokki A 13-16 ára drengja eignuðumst við tvo íslandsmeistara. Konráð Oddgeir Jóhannsson sigraði dýnustökk og félagi hans Eysteinn Máni Oddsson sigraði bæði trampólínstökk og samanlagðan árangur. Konráð keppti ekki á trampólíni sökum meiðsla. Eysteinn Máni náði samtals 27,70 stigum sem er mjög flott einkunn.

Í flokki A 15-16 ára stúlkna kepptu 3 stúlkur fyrir Selfoss. Það voru þær Guðrún Óskarsdóttir, Þórdís Eva Harðardóttir og Eydís Arna Birgisdóttir. Þær stóðu sig með mikilli prýði en Eydís Arna var sú eina sem keppti á öllum áhöldum og endaði 10.sæti samanlagt.

Diljá Bövarsdóttir keppti svo í flokki 14 ára A. Hún átti mjög flott mót og hafnaði í 6.sæti á trampólíni og 11.sæti á dýnu. Samtals endaði hún í 9.sæti sem er mjög flottur árangur.

Eftir áramótin verður keppt í bikarkeppni í stökkfimi en þá eru 3 saman í liði. Selfoss mun án efa senda einhverja til keppni enda nýtt og skemmtilegt keppnisfyrirkomulag hér á ferðinni.

ob

stokkfimimot2013_drengirogstulkur

Á myndunum eru annars vegar Hekla Björt og Natalía Rut og hins vegar lið Selfoss á mótinu.
Myndir: Olga Bjarnadóttir.