Íslandsmet á Íslandsmóti garpa

Frá UMFSelfossi fóru fjórir keppendur, Sigmundur Stefánsson í flokki 55-59 ára, Hrund Baldursdóttir í flokki 45-49 ára og Stefán Reyr Ólafsson og Ægir Sigurðsson í flokki 30-34 ára.

Árangur þeirra var stórglæsilegur þar sem þau voru öll á verðlaunapalli í öllum sínum greinum. Sigmundur Stefánsson setti Íslandsmet í 200m skriðsund á tímanum 2:44,26 og sló þar sem met síðan 1994 sem var 2:49,84. Stefán Reyr Ólafsson setti Íslandsmet í 50m baksundi á tímanum 30.94 og sló þar með met síðan 2003 sem var 31.17. Að auki fékk Sigmundur 2 gull og 1 brons og Stefán Reyr 3 gull og 1 silfur. Hrund fékk 2 silfur og 1 brons og Ægir fékk 2 gull og 2 silfur. Sigmundur, Stefán Reyr og Ægir mynduðu einnig boðssundssveit undir merkjum Hamars, ásamt Magnúsi Tryggvasyni. Sú sveit lauk sínu sundi í 2. sæti, aðeins örfáum sekúndubrotum á eftir boðssundssveit sundfélagsins Ægis. 11 lið kepptu á þessu móti og varð UMFSelfoss í 5. sæti með sína fjóra keppendur.

[gallery link="file"]