Íslandsmót unglinga í hópfimleikum í Vallaskóla um helgina

Haustmót FSÍ 2013 (5)
Haustmót FSÍ 2013 (5)

Um helgina heldur Fimleikadeild Selfoss Íslandsmót unglinga í hópfimleikum. Mótið er fjölmennt að vanda en keppt verður í fimm mismunandi aldursflokkum. Alls eru 54 lið skráð til þátttöku sem eru rúmlega 700 keppendur. Liðin koma frá Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Höfn, Akranesi, Keflavík, Seltjarnanesi, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Þorlákshöfn. Fimleikadeild Selfoss á 13 lið skráð til keppni en það er 24% þátttökuliða. Það verður að teljast mjög stór hluti miðað við fjölda þátttökufélaga og liða á mótinu.

Í viðhengi má sjá heildarskipulag fyrir keppnina en búast má við lífi og fjöri í Vallaskóla um helgina. Áfram Selfoss! Skipulag Íslandsmóts unglinga 2014