Mikill kraftur í starfi mótokrossdeildar

Mótokross - Aðalfundur 2019
Mótokross - Aðalfundur 2019

Það var mjög góð mæting á aðalfundur mótokrossdeildar Selfoss sem fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 21. mars. Mikill kraftur er í starfi deildarinnar og eru menn stórhuga fyrir næsta sumar í mótokrossinu.

Nýja stjórn skipa f.v. Ragnheiður Brynjólfsdóttir (ritari), Guðmundur Gústafsson (formaður), Marta Katarzyna Kuc (gjaldkeri) og Jóhann Fannar Pálmarsson ásamt Magnúsi Ragnari Magnússyni sem vantar á myndina.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson