Mögnuð endurkoma á Ásvöllum

Sölvi Ólafsson
Sölvi Ólafsson

Selfyssingar sigruðu sterkt lið Hauka á Ásvöllum í Olísdeildinni í gær, 23-24. Fyrri hálfleikur var slappur hjá okkar mönnum og staðan í hálfleik 13-8 fyrir Hauka. Selfoss kom síðan af fullum krafti inn í seinni hálfleik og staðan var orðin 16-17 fyrir Selfoss eftir rúmlega 40 mínútna leik.

Síðustu mínúturnar voru æsispennandi, Alexander Már Egan kom Selfoss yfir 23-24 þegar hálf mínúta var eftir af leiknum, Haukar náðu ekki að nýta sér síðustu sókn sína og Selfoss landaði ótrúlega sætum sigri á Haukum.

 

 

Tölfræði leiksins

Elvar Örn 7/14
Haukur Þrastar 5/6
Hergeir Gríms 4/6
Teitur Örn 4/8
Alexander Egan 3/5
Atli Ævar 1/5

Anadin varði 2 skot af 12 (17%)
Sölvi varði 8 skot af 18 (44%)

Nánar má lesa um leikinn á Sunnlenska.is og Mbl.is 

Leikskýrslu má sjá hér og stöðuna í deildinni má sjá hér.


Mynd: Sölvi var með 44% markvörslu
Umf. Selfoss/Jóhannes Á. Eiríksson