Mótaröð 1

Lið fimleikadeildar Selfoss á Mótaröð 1
Lið fimleikadeildar Selfoss á Mótaröð 1

Föstudaginn 21. nóvember fór fram Mótaröð 1 í húsi Gerplu í Vatnsenda.

Selfoss átti 3 lið á Mótaröðinni, meistaraflokk kvenna og tvö lið í 1. flokki, blandað lið unglinga og stúlknalið.

Á mótaröð er keppt í svokallaða semi-lendingu sem þýðir að lendingardýnan er mýkri en á öðrum mótum og því nota liðin oft tækifærið og prufa ný stökk á mótaröðinni. Að auki er sú undanþága að það mega vera allt að 15 sem keppa í hverri umferð og því tækifæri fyrir fleiri að taka þátt. Á mótaröð safna liðin stigum yfir veturinn en ekki er verðlaunað eftir hvert mót.

Meistaraflokkur Selfoss átti flottan dag, frumsýndi nýjan dans og sýndi sín stökk af öryggi. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessum flotta hópi í vetur en hann hefur ekki verið eins fjölmennur og hann er nú í langan tíma. Meistaraflokkurinn var í 1. sæti á dýnu og trampólíni, 5. sæti á gólfi og 2. sæti samanlagt og unnu sér því inn mörg stig fyrir frammistöðuna á þessu móti.

1. flokkarnir okkar nýttu mótið til þess að gera stökk sem þau hafa verið að æfa fyrir úrtökumót fyrir Norðurlandamót unglinga, sem verður haldið næstu helgi.
Stúlknaliðið varð í 3. sæti samanlagt, 4. sæti á gólfi, 2. sæti á dýnu og 3. sæti á trampólíni. Blandaða liðið var í 6. sæti samanlagt, á gólfi og á dýnu og í 4. sæti á trampólíni. Mikil leikgleði einkenndi liðin, sem og öryggi og gleði og erum við mjög spennt að sjá þau njóta sín á úrtökumótinu næstu helgi. Mótið fer fram á sunnudaginn kl 16:55 í Stjörnunni og hvetjum við fólk til að fjölmenna í vínrauðu :)

Úrslitin má sjá hér: https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/3473?country=isl&year=-1