Ný hópaskipting í sundi

Sundnámskeið í júní 021
Sundnámskeið í júní 021

Nú er búið að opna fyrir skráningar hjá Sunddeild Umf. Selfoss í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra. Á síðu sunddeildarinnar má einnig finna upplýsingar um æfingatíma og æfingagjöld.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á hópaskiptingu í sundi til að koma sem best til móts við fjölbreyttar óskir iðkenda. Hér fyrir neðan má lesa sér til um uppbyggingu hvers hóps fyrir sig.

Gull Hópur – 13+
Þetta er keppnishópurinn okkar. Þessi hópur er fyrir sundkappa sem hafa náð, eða eru að reyna að ná tímum fyrir topp mótin. Þessar æfingar verða venjulega erfiðar og miða að því að koma einstaklingunum í keppnisform. Þurfa að vera tilbúin til að mæta á 5 æfingar eða fleiri í viku.

Silfur hópur – 13+
Þessi hópur er fyrir þá sem hafa ekki enn náð árangri til að keppa á ÍM eða sambærilegum mótum. Það er æskilegt að þeir sem syndi í þessum hóp hafi þekkingu á öllum fjórum sundtökunum. Á æfingunum verður lagt jafnt vægi á keppnisform og tækni. Þurfa að vera tilbúin til að mæta á 5 æfingar eða fleiri í viku.

Fitness hópur – 13+
Þessi hópur er fyrir nýja og eldri sundkappa sem vilja ekki keppa en samt æfa sund. Æfingarnar munu mest byggjast á þolæfingum. Æft þrisvar í viku.

Gull Junior hópur – 10-12
Þessi hópur er fyrir sundkappa sem vilja keppa reglulega og ná tímum fyrir mót. Á æfingunum verður lagt jafnt vægi á keppnisform og tækni. Æft fjórum sinnum í viku.

Silfur Junior hópur – 10-12
Þessi hópur er fyrir nýja sundkappa sem eru að byrja að keppa. Það er lögð áhersla á tækni, leiki og smávægileg áhersla á keppnisform.

Kopar hópur – 9 ára og yngri
Byrjendur. Lögð áhersla á tækni og leiki.