Ný námskeið að hefjast hjá Selfoss

Íþrótta- og útivistarklúbbur 2016
Íþrótta- og útivistarklúbbur 2016

Nýtt tveggja vikna námskeið í Íþrótta- og útivistarklúbbnum (fyrir börn fædd 2006-2011) hefst mánudaginn en klúbburinn er staðsettur í Vallaskóla.

Allar nánari upplýsingar og skráningar má fá í netfanginu sumarnamskeidumfs@gmail.com eða í síma 698-0007. Einnig er hægt að skrá börnin í klúbbinn á staðnum.

Á mánudag hefst einnig önnur vikan í handboltaskóla Selfoss í íþróttahúsi Vallaskóla. Krakkar fæddir 2006-2009 verða klukkan 10-11 Krakkar fæddir 2003-2005 verða klukkan 11-12

Frábært námskeið undir stjórn Arnar Þrastarsonar handknattleiksþjálfara sem tekur á móti skráningum í síma 773-6986 eða selfosshandboltaskoli@gmail.com og á staðnum í upphafi námskeiðsins.

Þá minnum við einnig á að nýtt tveggja vikna EM-knattspyrnunámskeið hefst á JÁVERK-vellinum á mánudag. Þetta er svakalegt námskeið þar sem allir eru peppaðir fyrir EM í Frakklandi. Það verða góðar æfingar á námskeiðinu undir stjórn Stefáns Ragnars og hver veit nema hann hendi í grill við gott tækifæri.

Námskeiðið er frá kl. 9:15-12:00 alla virka daga og er öllum frjálst að koma um styttri eða lengri tíma. Skráning og frekari upplýsingar um námskeið deildarinnar eru á netfanginu gunnar@umfs.is.