Oddaleikur eftir háspennu í Hafnarfirði

Einar Sverrisson
Einar Sverrisson

Selfoss og FH munu mætast í oddaleik á Selfossi á miðvikudagskvöldið eftir svekkjandi tap í gær í framlengdum leik, 41-38.

Leikurinn var í járnum framan af en um miðjan hálfleik hrukku Selfyssingar í gang og komust þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 15-17, Selfyssingum í vil. FH-ingar voru sterkari í seinni hálfleik og náðu fljótt að jafna, 19-19. Þegar um ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma var Selfoss tveimur mörkum yfir, 32-34. Selfoss fór þá illa af ráði sínu og FH náði að jafna og knýja fram framlengingu. 

Lið FH var með frumkvæðið í framlengingunni og náðu að lokum þriggja marka sigri, 41-38.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 12 (6), Haukur Þrastarson 8, Teitur Örn Einarsson 7, Hergeir Grímsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Elvar Örn Jónsson 2, Guðni Ingvarsson 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 4 (17%) og Helgi Hlynsson 4 (15%) 

Liðin mætast því í oddaleik hér á Selfossi á miðvikudag kl 20:00.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.isMbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________
Mynd: Einar Sverrisson braut 11 marka múrinn, fjórða leikinn í röð.
Umf. Selfoss / JÁE