Samstarfssamningur Fimleikadeildar og Bílverk BÁ endurnýjaður

Bergþóra f.h. fimleikadeildarinnar og Árna Hjálmarssyni frá Bílverk BÁ við undirritun, ásamt Magdalenu Ósk og Elsu Karen, iðkendum í meistaraflokki.
Bergþóra f.h. fimleikadeildarinnar og Árna Hjálmarssyni frá Bílverk BÁ við undirritun, ásamt Magdalenu Ósk og Elsu Karen, iðkendum í meistaraflokki.

Fimleikadeild Selfoss og Bílverk BÁ hafa endurnýjað samstarfssamning sinn, en fyrirtækin hafa unnið saman í yfir tíu ár. Samstarfið hefur verið mikilvægt fyrir bæði félagið og iðkendur, og ríkir mikil ánægja með að halda áfram á sömu braut.

Bílverk BÁ sér framlag sitt sem mikilvægan þátt í því að styrkja ungt íþróttafólk í nærumhverfinu. Fyrirtækið hefur átt í góðu og traustu samstarfi við fimleikadeildina og telur að þar sé unnið frábært starf sem vert er að styðja áfram.

Kærar þakkir fyrir samstarfið Bílverk, við hlökkum til þess!