Selfossmeistaramótið og leikmannakynning

Selfossmeistarar
Selfossmeistarar

Það verður stórleikur í íþróttahúsi Vallaskóla á morgun, föstudag 11.september kl. 19:30 en þá eigast við heimaliðin Selfoss og Mílan. Auk þess verða leikmenn liðanna kynntir sérstaklega fyrir leik.

Leikurinn er lokaundirbúningur beggja liða fyrir Íslandsmótið og markar upphaf keppnistímabilsins í meistaraflokki karla en bæði þessi lið verða í 1. deild í vetur.

Keppt verður um titilinn Selfossmeistari 2015 og er bikar í boði. Það verður frítt inn á leikinn fyrir alla og tilvalið fyrir fólk að koma og sjá þessi lið etja kappi en þau eru bæði eingöngu skipuð heimamönnum.

---

Magnús Már Magnússon leikmaður Mílunnar og Elvar Örn Jónsson leikmaður Selfoss takast á um Selfossbikarinn.
Ljósmynd: Umf. Selfoss