Selfyssingar gerðu gott mót með U-17

u17 selfyssingar 2019-crop
u17 selfyssingar 2019-crop

Í síðustu viku tók U-17 landslið karla þátt í árlegu móti, European Open 17, sem fram fer í Svíþjóð samhliða Partille Cup.  Þrír Selfyssingar voru valdir í þetta verkefni, það voru þeir Reynir Freyr Sveinsson, Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson.  Samanlagt skoruðu þeir 44 mörk í þessum 9 leikjum og léku stór hlutverk.

Íslensku strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu undanriðilinn.  Í milliriðlinum höfðu Svíar betur í hreinum úrslitaleik um efsta sæti og þar með sæti í úrslitaleik mótsins.  Annað sæti milliriðilsins kom strákunum okkar í leik um bronsið gegn Hvíta-Rússlandi.  Það var æsispennandi leikur þar sem Hvít-Rússar virtust ætla að kafsigla Íslandi, en stákarnir spyrntu við fótum og unnu á endanum með einu marki.

Þriðja sætið var því niðurstaðan fyrir íslensku strákana.  Svíar töpuðu svo nokkuð sannfærandi fyrir Færeyjingum í úrslitaleik mótsins.  Tryggvi Þórisson var valinn besti varnarmaður mótsins.  Við óskum strákunum okkar og liðinu öllu til hamingju með árangurinn.