Selfyssingar náðu sér ekki á strik

Teitur
Teitur

Selfoss sótti Fjölni heim í 1.deildinni í gær. Í hálfleik var jafnt 10-10 en heimamenn voru sterkari í seinni hálfleik og sigruðu með 8 marka mun 29-21 þar sem Selfyssingar náðu sér aldrei á strik.

Nánar er fjallað um leikinn á vefnum FimmEinn.is.

Markahæstur Selfyssinga var Teitur Örn Einarsson með 5 mörk, Andri Már Sveinsson skoraði 4, Guðjón Ágústsson, Elvar Örn Jónsson og Hergeir Grímsson skoruðu 2 mörk og þeir Árni Geir Hilmarsson, Árni Guðmundsson, Örn Þrastarson og Magnús Öder Einarsson eitt mark hver.

Selfoss er í 4. sæti með 4 stig eftir 4 leiki. Næsti leikur strákanna er á heimavelli gegn HK föstudaginn 16. október kl. 19:30.