Selfyssingar urðu undir í jöfnum leik

Handbolti - Hrafnhildur Hanna gegn FH
Handbolti - Hrafnhildur Hanna gegn FH

Keppni í Olís-deild kvenna hófst að nýju eftir langt frí þegar Selfoss tók á móti ÍBV í íþróttahúsi Vallaskóla.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og komust í 1-5 áður en Selfyssingar rönkuðu við sér og jöfnuðu í 8-8. Leikurinn var í járnum það sem eftir var og staðan í hálfleik 12-14 fyrir ÍBV. Sama spenna hélst í leiknum til loka en úr stöðunni 23-24 tryggðu gestirnir sér sigur 24-28.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 11, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Dijana Radojevic og Adina Ghidoarca 3, Carmen Palamariu 2 og Margrét Katrín Jónsdóttir 1. Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 17/1 skot í marki Selfoss.

Að loknum leik er Selfoss í 7. sæti Olís-deildarinnar með 4 stig og sækir Fylkiskonur heim á sunnudag kl. 19:30.

---

Hrafnhildur Hanna átti stórgóðan leik fyrir Selfoss.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE