Sex Íslandsmeistaratitlar á MÍ 15-22 ára

mí_15_22ára_krikaanum_2016 - Liðsmynd
mí_15_22ára_krikaanum_2016 - Liðsmynd

Meistaramót Íslands í unglingaflokkunum fór fram helgina 27.-28. ágúst. HSK/Selfoss sendi vaska sveit á mótið og stóðu allir sig með sóma. Liðsmenn HSK/Selfoss unnu til sex gullverðlauna, ellefu silfurverðlauna og þrettán bronsverðlauna.

Sextán félög tóku þátt á mótinu og varð HSK/Selfoss í fjórða sæti í stigakeppni félaga en ÍR-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Í einstökum aldursflokkum varð HSK/Selfoss í öðru sæti í flokki 15 ára stúlkna og 20-22 ára stúlkna og í þriðja sæti í flokki 16-17 ára pilta.

34 bætingar litu dagsins ljós hjá okkar fólki og tvö mótsmet. Styrmir Dan Steinunnarson úr Þór setti mótsmet í hástökki 16-17 ára pilta er hann sigraði með 1,89 m og það sama gerði Helga Margrét Óskarsdóttir úr Umf. Selfoss þegar hún sigraði í spjótkasti 15 ára stúlkna með 39,34 m.

Aðrir sem tóku gull um helgina voru Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, sem varpaði kúlu 11,62 m í flokki 20-22 ára. Guðrún Heiða Bjarnadóttir, Selfossi, í langstökki í sama flokki með 5,33 m. og Ragnheiður Guðjónsdóttir, Hrunamönnum, í kringlukasti í 15 ára flokki með 34,85 m. Að lokum sigraði 15 ára stúlknasveit HSK/Selfoss í 4x100 m boðhlaupi á 55,75 sekúndum.

Silfurverðlaunahafar urðu:
Róbert Korschai Angeluson, Þór, í spjótkasti 16-17 ára.
Bjarki Óskarsson, Þór, í stangarstökki 16-17 ára.
Styrmir Dan Steinunnarson, Þór, í 110 grindahlaupi 16-17 ára.
Ragnheiður Guðjónsdóttir, Hrunamönnum, í kúluvarpi 15 ára.
Gestur Gunnarsson, Gnúpverjum, í 200 m og 300 m hlaupi 15 ára.
Antony Karl Flores, Laugdælum, í 300 m grind og langstökki 15 ára.
Guðjón Baldur Ómarsson, Selfossi, í langstökki 16-17 ára.
Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, í kringlukasti 20-22 ára.

Bronsverðlaunahafar urðu:
Styrmir Dan Steinunnarson, Þór, í kringlukasti 16-17 ára.
Katarína Sybila Jóhannsdóttir. Selfossi, í langstökki og spjótkasti 15 ára.
Ragnheiður Guðjónsdóttir, Hrunamönnum, í sleggjukasti 15 ára.
Helga Margrét Óskarsdóttir, Selfossi, í kúluvarpi og þrístökki 15 ára.
Marta María, Þór, í hástökki og stangarstökki 15 ára.
Harpa Svansdóttir, Selfossi, í langstökki 16-17 ára.
Guðjón Baldur Ómarsson, Selfossi, í stöng og 110 m grindarhlaupi 16-17 ára.
Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, í sleggjukasti 20-22 ára.
Sveit HSK/Selfoss (Róbert, Stefán, Guðjón og Styrmir) í 4x100 m boðhlaupi á 48,30 sekúndum.

Yfirlit yfir öll úrslit mótsins má finna á Þór - Mótaforriti FRÍ.

óg

---

Vösk sveit HSK/Selfoss ásamt þjálfurum stilltu sér upp að loknu góðu móti.
Stúlkur 15 ára unnu til margra verðlauna og voru í öðru sæti i stigakeppninni í sínum flokki.
Thelma Björk á palli í sleggjukasti en hún komst þrisvar á pall um helgina.
Styrmir Dan úr Þór og Guðjón Baldur úr Selfossi voru duglegir í stigasöfnum fyrir sitt félag á mótinu.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/HSK

mí_15_22ára_krikaanum_2016 Styrmir Dan og Guðjón Baldur mí_15_22ára_krikaanum_2016 - 15 ára stelpur mí_15_22ára_krikaanum_2016 - Thelma Björk