Sigur fyrir norðan hjá strákunum

Atli Ævar Ingólfsson
Atli Ævar Ingólfsson

Selfoss vann sex marka sigur á Akureyri fyrir norðan í annarri umferð Olísdeildarinnar sem fram fór í kvöld. Selfoss hafði undirtökin allan tímann og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 14-18. Leikurinn varð aldrei spennandi en munurinn varð minnstur 23-26 um miðjan seinni hálfleik. Það fór svo að Selfoss vann sex marka sigur, lokatölur 30-36.

Selfoss er nú á toppi Olísdeildarinnar með fjögur stig, ásamt KA.

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 6, Elvar Örn Jónsson 6, Haukur Þrastarson 6, Hergeir Grímsson 4, Einar Sverrisson 4, Árni Steinn Steinþórsson 4, Alexander Már Egan 2, Guðni Ingvarsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2.

Varin skot: Helgi Hlynsson 6/1 og Pawel Kiepulski 3.

Næsti leikur hjá strákunum er gegn Aftureldingu á mánudaginn n.k. og er fyrsti heimaleikur í deildinni. Á morgun taka stelpurnar á móti Fram hér heima og hefst leikurinn kl 19:30. Við hvetjum alla til að mæta á fyrstu heimaleiki hjá okkar liðum og um leið að tryggja sér árskort, en hægt er að panta þau hér.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________

Mynd: Akureyringurinn Atli Ævar Ingólfsson var einn þriggja markahæstu manna í kvöld.

Umf. Selfoss / JÁE