Símon Gestur og Bergrós ungmenni ársins

Lyftingar - Bergrós Björnsdóttir
Lyftingar - Bergrós Björnsdóttir

Símon Gestur Ragnarsson og Bergrós Björnsdóttir, bæði úr Umf. Selfoss, voru verðlaunuð þegar Lyftingasamband Íslands verðlaunaði lyftingafólk ársins 2020 í desember.

Símon Gestur sem er nítján ára gamall var valinn ungmenni ársins í flokki U20 ára. Hann keppir nú í -96 kg flokki, en hann keppti í -89 kg flokki fyrr á árinu 2020. Símon Gestur hefur keppt í ólympískum lyftingum síðan í febrúar 2019 og á hann Íslandsmetið í snörun, bæði í -89 kg flokki junior með 119 kg og í -96 kg flokkum junior og U23 með 121 kg. Hann varð Norðurlandameistari í -96 kg flokki 20 ára og yngri í desember síðastliðnum. Besta mót Símons á árinu var á Íslandsmeistaramóti unglinga í -89 kg flokki. Þar setti hann Íslandsmetið í snörun og tók 132 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 292 Sinclair stigum.

Bergrós sem er aðeins 13 ára var valin ungmenni ársins í flokki U15 ára. Hún keppir í -64 kg flokki en hún hóf að keppa í lyftingum í desember 2019, þá á sínu tólfta aldursári. Bergrós á fimm Íslandsmet í U15 og U17 ára flokkum en þau met setti hún á Norðurlandameistaramóti unglinga í desember. Hún setti átta önnur Íslandsmet á árinu en best á hún 65 kg í snörun, 75 kg í jafnhendingu, 140 kg í samanlögðu og 182,6 Sinclair stig. Þess má geta þess að Bergrós snarar hálfu öðru kílói yfir eigin líkamsþyngd.

Frétt af vef Sunnlenska.is

Nánari umfjöllun á vef LSÍ

---

Magnús B. Þórðarson formaður LSÍ afhenti Símoni Gesti (fyrir neðan) og Bergrós (mynd með frétt) viðurkenningarnar.
Ljósmyndir: LSÍ