Skellur á Nesinu

Selfoss merki
Selfoss merki

Selfoss mætti ofjörlum sínum á Seltjarnarnesi þegar liðið mætti nýkrýndum bikarmeisturunum Gróttu í gær.

Grótta komst í 7-1.og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var munurinn orðin 9 mörk, 11-2. Í leikhléi var staðan 18-5 og Grótta sigraði að lokum með 21 marks mun 31-10.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði fimm marka Selfyssinga, Carmen Palamariu 4 og Margrét Katrín Jónsdóttir 1 mark.

Selfoss er með 15 stig í 8. sæti deildarinnar og mætir HK í Digranesi á morgun, laugardaginn 7. mars, klukkan 14:00.