Stefán Ragnar snýr heim á Selfoss

Stefán Ragnar og Gunnar Rafn
Stefán Ragnar og Gunnar Rafn

Stefán Ragnar Guðlaugsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss og leikur því á ný með liðinu á næsta keppnistímabili.

Stefán Ragnar er öllum hnútum kunnugur á Selfossvelli enda fæddur og uppalinn á Selfossi og lék m.a. með meistaraflokki félagsins í Pepsi-deildinni árin 2010 og 2012. Hann hefur seinustu þrjú ár leikið í Pepsi-deildinni með Val, Fylki og ÍBV en snýr nú til baka til að styðja við uppbyggingu meistaraflokks Selfoss undir stjórn Gunnars Rafns Borgþórssonar og Jóhanns Bjarnasonar.

Sannarlega gleðefni að fá Stefán Ragnar aftur heim á Selfoss.