Stelpurnar töpuðu gegn ÍBV

Kristrún Selfoss-ÍBV
Kristrún Selfoss-ÍBV

Selfoss tapaði í dag gegn ÍBV 25:32, en staðan í leikhlé var 11:19.

Selfyssingar byrjuðu mjög vel og voru yfir eftir 15. mínútna leik. Þá kom góður kafli eyjastúlkna og náðu þær að komast 8 mörkum yfir fyrir loka fyrri hálfleiks, 11:19. Selfoss átti síðan góða spretti inn á milli í seinni hálfleik en það dugði ekki til og ÍBV vann 7 marka sigur, 25:32.

Mörk Sel­foss: Kristrún Steinþórs­dótt­ir 6, Harpa Sól­veig Brynj­ars­dótt­ir 5, Katla María Magnús­dótt­ir 4, Perla Ruth Al­berts­dótt­ir 4, Hulda Dís Þrast­ar­dótt­ir 2, Elva Rún Óskars­dótt­ir 1, Agness Sig­urðardótt­ir 1, Arna Krist­ín Ein­ars­dótt­ir 1, Þuríður Guðjóns­dótt­ir 1

Markvarsla Selfoss: Viviann Petersen 5

Mörk ÍBV: Karólína Bæhrenz 9, Ester Óskars­dótt­ir 7, Sandra Erl­ings­dótt­ir 4, Greta Kavaliauskaite 4, Kristrún Hlyns­dótt­ir 4, Ásta Björt Júlí­us­dótt­ir 2, Asun Bat­i­sta 1, Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir 1

Lesa má nánar um leikinn á Mbl.is og á Fríkastið.is

 

Næsti leikur hjá stelpunum er heimaleikur gegn Fram, þriðjudaginn 10.október kl 19:30.

Næsti leikur hjá strákunum er mánudaginn næstkomandi gegn Fram í Safamýrinni kl 19:30

 

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.1000709743415012.1073741912.570817016404289&type=1&l=14c1cd6517


Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk
Ljósmynd: UMFS/ Jóhannes Á. Eiríksson