Sterkur sigur í Suðurlandsslagnum

Hergeir Grímsson
Hergeir Grímsson

Selfoss vann frábæran sigur á ÍBV í spennuleik í Olísdeild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið, 27-25.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og liðin skiptust á að leiða og fór munurinn aldrei yfir tvö mörk, jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik, 13-13. Sama spenna var uppi í seinni hálfleik og var ljóst að bæði lið voru hungruð í sigur, staðan var 25-25 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir til leiksloka. Selfyssingar voru þó sterkari á lokakafla leiksins og var það Eyjamaðurinn Nökkvi Dan sem kom Selfyssingum yfir í 26-25 og Hannes Höskuldsson innsiglaði síðan góðan tveggja marka sigur, 27-25.

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 8, Hergeir Grímsson 7/3, Hannes Höskuldsson 4, Alexander Már Egan 3, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Ísak Gústafsson 1, Einar Sverrisson 1, Ragnar Jóhannsson 1.

Varin skot: Vilius Rasimas varði 13 (36%)

Selfyssingar eru nú komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 13 stig og er næsti leikur hjá strákunum gegn Stjörnunni á sunnudaginn í Hleðsluhöllinni.


Mynd: Hergeir Grímsson var öflugur í leiknum í kvöld með sjö mörk.
Umf. Selfoss / SÁ