Stjarnan vann A- og B-lið Selofss í 2. flokki karla

Selfoss tók á móti A- og B-liðum Stjörnunnar í Faxaflóamótinu í 2. flokki karla á sunnudaginn. Stjarnan vann hjá A-liðunum 2:3 og hjá B-liðunum 1:6.

Hjá A-liðunum komst Stjarnan í 0-1, en Magnús Ingi jafnaði fyrir Selfoss 1-1. Ingvi Rafn kom Selfossi í 2-1 en þannig var staðan í hálfleik. Stjarnan jafnaði síðan 2-2 úr víti og skoruðu svo sigurmarkið þegar 10 mín voru eftir. Selfoss-strákar reyndu svo allt hvað þeir gátu til að jafna en það gekk ekki. Lokatölur 2:3.

B-lið byrjaði sinn leik mjög illa og var 0-4 undir í hálfleik. Þeir voru betri í seinni hálfleik, en leikurinn endaði 1-6. Það var Sigurður Ingi sem skoraði mark Selfoss.