Strákarnir í 3. flokki A komnir í úrslit

Strákarnir komu gríðarlega einbeittir til leiks gegn gestunum og var staðan orðinn 7-0 eftir 15 mínútur. Ótrúleg byrjun okkar stráka sem gáfu engin grið. Leikurinn jafnaðist eðlilega aðeins eftir þetta enda Grótta með gott lið. Staðan í hálfleik var 14-8 fyrir Selfoss og líkurnar góðar á sigri.

Í upphafi síðari hálfleiks gáfu strákarnir okkar ekkert eftir og náðu að halda muninum svipuðum framan af og loks auka muninn þar til að staðan var orðin 21-12 og 10 mín. leiksloka. Lokatölur urðu síðan 25-18 en gestirnir tóku góðan kipp í lok beggja hálfleikja. Það kom ekki að sök og strákarnir unnu sanngjarnan sigur á góðu liði og eru komnir í úrslit. Úrslitaleikurinn verður laugardaginn 5. maí. (Sjá nánar á hsi.is). 

Áfram Selfoss