Strákarnir sigruðu Eyjamenn í hörkuleik

Eftir tæplega tveggja mánaða hlé, vegna Evrópumótsins sem íslenska karlalandsliðið tók þátt í Serbíu, er 1. deildin hafin á ný. Það er greinilegt að lið Selfoss hefur unnið  heimavinnuna sína í hléinu því þeir byrjuðu á því að vinna ÍBV í spennandi leik í Íþróttahúsi Vallaskóla, en leikurinn endaði 21-20.

Leikurinn byrjaði heldur rólega hjá heimamönnum og lentu þeir fljótlega undir 3-7. Selfoss náði að laga stöðuna fyrir hálfleik og var hún 7-10 gestunum í vil. Í seinni hálfleik minnkaði Selfoss muninn smám saman og voru lokamínúturnar æsispennandi og enduðu á því að Selfoss innbyrgði eins marks sigur. 

Selfoss sýndi sinn besta varnarleik það sem af er tímabilinu og lagði hann grunninn að þessum sigri. Þá má ekki gleyma Helga í markinu, en hann varði 29 skot og fékk aðeins 20 mörk á sig, sem gerir langt yfir 50% markvörslu. Helgi varði m.a. seinustu þrjú skotin í leiknum. 

Strákarnir í liðinu eru greinilega ákveðnir í að gera betur og sýna að þeir séu flottir handboltamenn, en fyrir þennan leik höfðu þeir aðeins unnið 2 leiki í deildinni.

Við hvetjum ykkur til að mæta og hvetja leiðið til sigurs í næstu leikjum. Næsti heimaleikur er 2. mars gegn Víkingi. (Á föstudaginn í næstu viku leikur liðið við ÍR í Breiðholtinu).

Hér kemur smá tölfræði úr leiknum:
Matti 8/11, 2 stoð, 2 tapaðir, 2 fráköst og 9 brotin
Atli 4/6, 5 stoð, 3 tapaðir, 2 fiskuð, 3 varin, 2 fráköst og 5 brotin
Sæli 3/7, 1 stolin og 1 brotið
Ómar 2/4, 1 stolin, 1 varið og 6 brotin
Höddi 1/2, 1 tapaður, 2 fráköst og 1 brotið
Einar 1/1, 1 stoð, 1 tapaður og 2 brotin
Gunni 1/4, 1 stolin, 5 tapaðir, 1 frákast og 3 brotin
Maggi 1/1
Trausti 0/1 og 1 frákast
Andri 0/2, 2 tapaðir, 1 varið og 2 brotin
Hrannar 2 tapaðir og 3 brotin
Helgi varði 29 og fékk á sig 20