Sumarstarfinu að ljúka hjá fimleikunum

Sumarnámskeið 2013
Sumarnámskeið 2013

Í sumar var fimleikadeildin með tvö sumarnámskeið fyrir börn 9 ára og yngri. Bæði námskeiðin voru vel sótt og heppnuðust vel. Æft var í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla en lítið var hægt að vera úti vegna kulda og vosbúðar. Börnin skemmtu sér engu að síður vel og lærðu fimleikaæfingar og leiki í bland við styrktar- , jafnvægis- og liðleikaþjálfun.

Börn 9 ára og eldri hafa stundað sumaræfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku bæði í júní og ágúst. Aðsókn er góð og hafa krakkarnir tekið framförum í sumarstarfinu en á sumrin eru hefðbundnir hópar brotnir upp til tilbreytingar.

Alls tóku fimm lið þátt á landsmóti UMFÍ í sumar. Það gekk mjög vel, liðin sópuðu til sín verðlaunum og urðu stigahæsta félagið í fimleikakeppninni. Nú eru sumaræfingar að klárast og vetrarstarfið framundan.