Tap gegn Íslandsmeisturunum í fyrsta leik

Hrafnhildur Hanna
Hrafnhildur Hanna

Selfoss tapaði með sex mörkum, 24-30, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum í Fram í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í Hleðsluhöllinni.

Fram náði fljótt forskoti í leiknum og hélt því allan leikinn. Þær komust mest fimm mörk í fyrri hálfleik en Selfoss náði að minnka muninn niður í tvö mörk og var staðan 13-15 í hálfleik.

Selfyssingar byrjuðu ágætlega í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn í 18-19 þegar rúmar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þá kom góður kafli Framara sem bættu jafnt og þétt við forskotið og unnu að lokum með sex mörkum, lokatölur 24-30.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 6, Sarah Boye 2, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 11/1 (26%).

Næsti leikur hjá stelpunum er sunnudaginn 23.sept kl 19:30 í Hleðsluhöllinni. Daginn eftir taka svo strákarnir á móti Aftureldingu. Mætum á völlinn!

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér. Leikinn má sjá hér á Selfoss.tv.

____________________________________________

Mynd: Hrafnhildur Hanna var markahæst í kvöld með 7 mörk.

Umf. Selfoss / JÁE