Tap í hörkuleik hjá 3 fl. kvk.

Þegar þessi lið mættust í haust á Selfossi þá hafði Fram betur 19-24 og hafði örugga forystu mest allan leikinn. Í þetta skiptið var munurinn mun minni og var leikurinn frekar jafn allan tímann. Liðin skiptust á að hafa 1-2 marka forystu og því miður voru það Framarar sem voru yfir í lokin.

Það er til marks um hversu miklum framförum stelpurnar okkar hafa tekið að Framliðið var betur mannað í þessum leik en síðast þar sem besta skytta landsins í 4. flokki var með að þessu sinni og það var einmitt hún sem ekki aðeins var besti leikmaður Framliðsins heldur skoraði hún síðustu 2 mörk leiksins, þ.m.t. sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins.

Þetta var hörkuleikur sem hefði getað endað hvoru megin sem var og kannski hefði jafntefli verið sanngjörnustu úrslitin. En flottur leikur hjá stelpunum sem hafa í vetur verið að spila mjög góða vörn og nú hefur sóknin batnað mikið síðustu 4-6 vikur. Það hlýtur þá að styttast í það að síðasta púslinu verði bætt við sem eru hraðaupphlaupin.

Næsti leikur hjá 3. flokki kvk. er ekki fyrr en á mánudaginn eftir viku en í millitíðinni þá munu leikmenn 3 fl. ýmist spila með M.fl. eða 4 fl.

M.fl. spilar á heimavelli annað kvöld gegn FH og 4 fl. á heimavelli gegn KA/Þór á laugardaginn. Við hvetjum alla til þess að gera sér ferð í Vallaskóla og sjá stelpurnar okkar spila.

Áfram Selfoss