Tap í jöfnum leik í Víkinni

DSC04988
DSC04988

Stelpurnar okkar töpuðu í jöfnum og spennandi leik í Víkinni í dag, 28-26.  Þetta var fjórði leikur liðsins í Grill 66 deildinni í vetur.

Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og léku eins og þær sem valdið höfðu, eftir rúmar tíu mínútur var staðan orðin 1-7.  Þá fékk Tinna þungt högg í andlitið og kom ekki meira við sögu í leiknum.  Það reyndust vera kaflaskil í leiknum og öðrum tíu mínútum síðar var staðan orðin 6-8 og leikurinn orðinn nokkuð jafn og hélst þannig fram að hálfleik þar sem staðan var 13-14.  Í seinni hálfleik var leikurinn áfram í járnum, stutt á milli þar til um tíu mínútur voru eftir af leiknum, en þá tóku Víkingar áhlaup og komust fjórum mörkum yfir, 26-22.  Það var munur sem Selfyssingar náðu ekki að brúa þrátt fyrir að leggja töluvert í það, lokatölur 28-26

Mörk Selfoss: Lara Zidek 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 8, Agnes Sigurðardóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Ivana Raikovic 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.

Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 11 (29%) og Áslaug Ýr Bragadóttir 3 (75%).

Nú hafa stelpurnar tapað þremur af fjórum leikjum sínum í Grill 66 deildinni og sitja í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig.  Næsti leikur þeirra er á laugardaginn kl. 14:00 gegn Gróttu úti á Seltjarnarnesi.  Áður en að þeim leik kemur munu strákarnir í Selfoss U leika gegn Kríu á þriðjudaginn, en sá leikur fer einnig fram úti Seltjarnarnesi.

----

Mynd: Lara Zidek var öflug í dag og skoraði 9 mörk.
Umf. Selfoss / ÞRÁ