Tap í Mosfellsbænum

Haukur-Þrastarson-040919
Haukur-Þrastarson-040919

Strákarnir töpuðu með einu marki gegn Aftureldingu í kvöld í Mosfellsbænum, 32-31.

Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 5-1 eftir sjö mínútna leik.  Eftir það var jafnræði á með liðunum og staðan 8-8 um miðjan fyrri hálfleik.  Leikurinn var í nokkru jafnvægi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Selfyssingar þó alltaf skrefi á undan.  Staðan í hálfleik var 14-17 Selfyssingum í vil.

Selfyssingar héldu frumkvæðinu í síðari hálfleik þangað til tíu mínútur voru eftir en þá jafnaði Afturelding í 24-24.  Lokakaflinn var spennandi líkt og oft áður, Afturelding náði yfirhöndinni í blálokin og hélt henni til leiksloka.  Lokatölur 32-31 Aftureldingu í vil.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 9/1, Guðjón Baldur Ómarsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 4, Guðni Ingvarsson 4, Hergeir Grímsson 4/2, Magnús Öder Einarsson 2, Tryggvi Þórisson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 6 (22%), Einar Balvin Baldvinsson 1 (8,3%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Vísir.is og Mbl.is.

Nóvembermánuður er pakkaður og næsti leikur strax á mánudaginn hjá strákunum, en þá mæta þeir Stjörnumönnum í Hleðsluhöllinni kl 19.30.  Stelpurnar mæta hins vegar Eyjastúlkum á morgun, föstudag, kl 18 í Hleðsluhöllinni.  Svo ef fólk vill toppa helgina þá er Selfoss U að keppa á laugardaginn gegn Herði, einnig í Hleðsluhöllinni, kl 16.30.  Mætum og styðjum okkar lið!


Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga í kvöld með 9 mörk
Sunnlenska.is / Guðmundur Karl