Tölfræði hjá mfl. karla

mfl.karla.2013
mfl.karla.2013

Nú þegar spenna fer að færast í deildina og undanúrslit í bikar næsta föstudag. Þá er við hæfi að rýna aðeins í tölfræðina hjá strákunum. Hér koma helstu tölur í öllum deildarleikjum og bikarleikjum.

Tölfræði:

Andri Már Sveinsson er 8/12 í 8 leikjum. Sem gerir 1 mark að meðaltali í leik og 67% skotnýting

Atli Kristinsson lék bara fyrir áramót og er 26/58 í 7 leikjum. Það gerir 3,7 mörk að meðaltali í leik og 45% skotnýting. Atli var svo með 4,6 stoðsendingar í leik, 2.7 varin skot og 6,3 brotin fríköst.

Árni Geir Hilmarsson lék 7 leiki fyrir áramót og er 7/13 sem gerir 1 mark í leik. Hann er með 57% skotnýtingu.

Einar Sverrisson er 140/235 í 21 leikjum og 60% skotnýting. Hann hefur skorað 6,7 mörk að meðaltali í leik. 3,3 stoðsendingar í leik og 2,5 tapaðir boltar. Hann hefur svo brotið 92 fríköst sem gera 4,4 að meðaltali í leik.

Einar Pétur Pétursson er 73/117 í 20 leikjum sem gerir 62% skotnýting. Hann hefur skorað 3,7 mörk að meðaltali í leik, stolið 1,3 boltum í leik og brotið 2 fríköst að meðaltali.

Gunnar Ingi Jónsson er 25/48 í 21 leikjum, 52% skotnýting.  Hann hefur skorað 1,2 mörk í leik og brotið 1,6 fríkast í leik.

Gústaf Lilliendahl er 9/17 í 7 leikjum. Sem gerir 1,3 mörk í leik og 53% skotnýting. Hann hefur brotið 11 fríköst sem gera 1,6 í leik.

Hörður Gunnar Bjarnarson er 67/99 í 21 leikjum. Það gerir 3,2 mörk í leik og 68% skotnýting.

Hörður Másson er 56/119 í 13 leikjum. Hann er því með 4,3 mörk í leik og 47% skotnýtingu. Hörður hefur brotið 74 fríköst sem gera 5,7 í leik og 2,7 stoðsendingar í leik.

Jóhann Erlingsson lék 12 leiki fyrir áramót og er 7/13. Það gera 0,6 mörk í leik og 54% skotnýting.

Jóhann Gunnarsson er14/36  eftir 17 leiki. Hann er því með 0,8 mörk í leik og 39% skotnýtingu. Hann er með 16 stoðsendingar, 0,9 í leik og 25 brotin fríköst sem gera 1,5 í leik.

Jóhannes Snær Eiríksson lék 3 leiki fyrir áramót. Hann er 6/7 sem gerir 86% skotnýtingu og 2 mörk í leik.

Magnús Már Magnússon er 15/26 í 21 leikjum. Sem gerir 0,7 mörk í leik og 58% skotnýting.

Matthías Örn Halldórsson er 94/192 í 21 leikjum. Hann er því með 4,5 mörk að meðaltali í leik og 49% skotnýtingu. Matthías hefur brotið 165 fríköst sem gera 7,9 í leik. Hann er með 2,5 stoðsendingar og 2,1 tapaðan bolta í leik

Ómar Vignir Helgason er 12/14 í 21 leikjum. Það gerir 0,6 mörk í leik og 86% skotnýting. Ómar hefur brotið 116 fríköst sem gera 5,5 að meðaltali í leik.

Hörður Másson er 56/119 í 13 leikjum. Hann er því með 4,3 mörk í leik og 47% skotnýtingu. Hörður hefur brotið 74 fríköst sem gera 5,7 í leik og 2,7 stoðsendingar í leik.

Sigurður Már Guðmundsson er 11/23 í 8 leikjum. Það gera 1,6 mörk í leik og 48% skotnýting. Sigurður er svo með 1 stoðsendingu að meðaltali í leik og 2 brotin fríköst.

Sverrir Pálsson er 3/4 í 11 leikjum. Hann er því með 0,3 mörk í leik og  75% skotnýtingu.

Örn Þrastarson er 4/9 7 leikjum. Það gera 0,6 mörk í leik og 44% skotnyting.

 

Markverðir liðsins:

Helgi Hlynsson hefur spilað 21 leik og er 280/600. Það gerir 47% markvarsla. Hann ver 13,3 skot að meðaltali í leik og fær á sig 28,6 skot.

Sverrir Andrésson hefur spilað 19 leiki og er 120/312. Það gerir 38% markvarsla. Hann ver 6,3 skot í leik og fær á sig 16,4 skot. Sverrir er svo með 0,6 stoðsendingar í leik.

Hermann Guðmundsson hefur leikið 2 leiki og er 4/6 sem gerir 67% markvarsla. Hann ver 2 skot að meðaltali í leik og fær á sig 3 skot.