1. flokkur stúlkna og 1. flokkur mix ásamt þjálfurum eftir Haustmót
1. flokkar fimleikadeildar Selfoss áttu um helgina frábært mót en bæði 1. flokkur stúlkna og 1. flokkur mix sigruðu í sínum flokkum á Haustmóti Fimleikasambands Íslands. Með glæsilegum sigrum tryggðu liðin sér um leið þátttökurétt á Norðurlandamóti unglinga (NMJ) sem fram fer í Noregi í apríl.
Liðin sýndu frábæra fimleika og lentu öll 72 stökkin sem þau kepptu með og áttu stórgóðar gólfæfingar. Frammistaðan einkenndist af sterkri liðsheild, leikgleði og áræðni– og það sást skýrt að metnaður og þrotlaus vinna síðustu mánaða var að skila sér á gólfið.
Þjálfarateymið vann af mikilli fagmennsku, og var uppskeran eftirminnileg: tvöfaldur sigur á úrtökumóti. Stúkan var að stórum hluta í vínrauðum lit og stuðningurinn frá áhorfendum ómetanlegur, sem gaf liðunum aukinn kraft í gegnum keppnina.
Nú hefst undirbúningur fyrir NMJ af fullum krafti og við hlökkum mikið til!
Fimleikadeild Selfoss er í samstarfi við Íslandsbanka, Hótel Geysi, Bílverk BÁ og HSH flutninga og þrif.