Tvö töp í Lengjubikarnum

Lengjubikarinn_logo
Lengjubikarinn_logo

Meistaraflokkar Selfoss í knattspyrnu léku báðir í Lengjubikarnum um seinustu helgi.

Stelpurnar töpuðu með minnst mun fyrir Breiðabliki í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu á föstudag. Sigurmark Blika kom ekki fyrr í á fyrstu mínútu uppbótartíma.

Strákarnir mættu hins vegar KA og áttu ekki roð í norðanmenn sem sigruðu 0-4 þrátt fyrir að spila manni færri hluta leiksins.