U-liðið undir í baráttunni úti á Nesi

Hannes Höskuldsson
Hannes Höskuldsson

Á miðvikudaginn léku strákarnir í Selfoss U gegn Kríu úti á Seltjarnarnesi.  Þessi Grill 66 deildarslagur tapaðist nokkuð sannfærandi, 30-24.

Strax í byrjun leiks var ljóst hvort liðið var mætt með baráttuna með sér í leikinn, þar voru Kríumenn ofan á stærstan hluta leiksins.  Það skilaði sér í því að Selfyssingar átti í vandræðum með að skora og staðan eftir tæpar 12 mínútur 8-3.  Þar með voru heimamenn búnir að byggja upp forystu sem þeir áttu byggja á fram að hálfleik þar sem staðan var 18-11.  Í seinni hálfleik héldu menn svo áfram þaðan sem frá var horfið þar til Kría var komin í 10 marka forystu þegar 10 mínútur voru liðnar, 23-13.  Sá munur hélst lítið breyttur þar til tæpar 5 mínútur voru eftir og Selfyssingar komu með áhlaup.  Það var einfaldlega of seint og úrslitin í raun ráðin, lokastaðan 30-24

Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 5, Arnór Logi Hákonarson 3, Sölvi Svavarsson 2, Sæþór Atlason 2, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Hans Jörgen Ólafsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1.

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 7 (28%), Hermann Guðmundsson 5 (62%) og Sölvi Ólafsson 3 (25%).

Erfiður dagur á skrifstofunni hjá strákunum sem mættu fullvöxnum karlmönnum í þessum leik.  Þeirra barátta heldur áfram á fullum krafti og strax á Sunnudag mæta Ísfirðingarnir í Herði á Suðurlandið, en sá leikur fer fram í Hleðsluhöllinni kl. 16:30 og verður vitanlega í beinni á SelfossTV.


Mynd: Hannes Höskuldsson var manna líflegastur í sókninni og skoraði 5 mörk úr 6 skotum.
Umf. Selfoss / IHH