Upphitun fyrir Fylkir - Selfoss í 1.deild karla

Á þriðjudaginn 12. mars klukkan 19:30 heimsækir Selfoss Árbæinn og leikur við heimamenn í Fylki i 1.deild karla. Lokasprettur deildarinnar er að hefjast enda einungis 3 mikilvægir leikir eftir. Selfoss hefur unnið báða leikina gegn Fylki nokkuð örugglega í vetur, fyrst 29-14 á Selfossi og svo 25-35 í Árbænum.

Fylkir eru nýliðar í deildinni og því kannski ekki skrítið að þeir séu neðstir með einungis 3 stig. Liðið hefur einnig tapað 8 leikjum í röð núna. Þeir eru hinsvegar erfiðir heim að sækja og mikilvægt að vanmeta þá ekki. Óðinn Stefánsson er markahæstur með 81 mörk í 16 leikjum. Næst kemur fyrrum leikmaður Selfoss Steinar Logi Sigurþórsson með 62 mörk í 18 leikjum. Það eru nokkuð margir fyrrum leikmenn Selfoss í Fylki eins og fyrr hefur komið fram. Þar má til dæmis nefna Aðalsteinn Halldórsson sem hefur skorað 30 mörk í 14 leikjum. Eyþór Jónsson hefur svo leikið 18 leiki og skorað 8 mörk. Markverðir liðsins eru svo Akureyringurinn Siguróli Magni Sigurðsson og Selfyssingurinn Ástgeir Rúnar Sigmarsson.

Gengi Fylkis á tímabilinu: J-T-T-T-T-T-T-T-T-S-T-T-T-T-T-T-T-T

Selfoss er í gífurlega harði baráttu við Gróttu um 4 sætið í umspilinu og orðið ljóst að Selfoss fer ekki ofar en 4 sætið í deildinni. Það er líka augljóst ef Selfoss vinnur Fylkir og svo Gróttu á föstudaginn. Síðasti leikur liðsins í deildinni er svo í Garðabænum gegn Stjörnunni. Nú þegar bikarinn er búinn þá er hægt að setja fulla einbeitingu á deildinni og tryggja sætið í umspilinu. Einar Sverrisson er ennþá langmarkahæstur í Selfossi með 119 mörk í 18 leikjum. Næst kemur Matthías Örn Halldórsson með 74 mörk. Þetta verður einnig áhugaverður leikur fyrir Gústaf Lilliendhal, en hann lék með Fylki fyrir áramót. Hörður Másson hefur sífellt verið að komast betur inn í liðið og hefur skorað 47 mörk í 11 leikjum. Það er orðið ljóst að Sverrir Andrésson er puttabrotinn og mun ekki leika næsta mánuðinn. Mikið áfall fyrir Selfoss, en Sverrir hefur oft leikið vel í vetur. Það mun því mikið mæða á Helga Hlynssyni og Hermann Guðmundsson verður líklega varamarkvörður.

Gengi Selfoss á tímabilinu: S-S-T-S-S-S-T-T-S-T-T-S-S-T-J-T-S-S

Heimasíðan hvetur þá fjölmörgu stuðningsmenn liðsins sem fjölmenntu í Laugardalshöllina á föstudaginn að styðja liðið áfram á lokasprettinum í deildinni. Með ykkar hjálp gæti liðið farið langt með að tryggja sér sæti í umspilinu um sæti í N1-deildinni.

Áfram Selfoss!!

1.deild karla 2013
Meistaraflokkur
Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. ÍBV 18 14 3 1 569:403 166 31
2. Víkingur 18 14 1 3 489:389 100 29
3. Stjarnan 18 12 3 3 526:414 112 27
4. Selfoss 18 10 1 7 482:437 45 21
5. Grótta 18 10 0 8 487:464 23 20
6. Fjölnir 18 3 1 14 396:540 -144 7
7. Þróttur 18 3 0 15 418:546 -128 6
8. Fylkir 18 1 1 16 397:571 -174 3