Úrslit í sjötta Grýlupottahlaupinu 2014

Grýlupottur 2014 ræsing
Grýlupottur 2014 ræsing

Sjötta og síðasta Grýlupottahlaup vetrarins fór fram í hvassviðri laugardaginn 31. maí. Dræm þátttaka var í hlaupinu en aðeins 75 hlauparar hlupu í mark.

Bestum tíma hjá stelpunum náði Helga Margrét Óskarsdóttir á tímanum 3,31 mín og hjá strákunum var Daði Arnarsson fljótastur á tímanum 2,47 mín.

Laugardaginn 7. júní kl. 11:00 verður verðlaunahátíð Grýlupottahlaupsins haldin í Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss, en þar fá allir þeir sem lokið hafa fjórum hlaupum viðurkenningu.

Úrslit úr hlaupum ársins má finna á fréttavefnum Sunnlenska.is með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

6. Grýlupottahlaup 2014

5. Grýlupottahlaup 2014

4. Grýlupottahlaup 2014

3. Grýlupottahlaup 2014

2. Grýlupottahlaup 2014

1. Grýlupottahlaup 2014

Mynd: Úr safni Umf. Selfoss